Alþingisvaktin

Merkimiði: Vigdís Hauksdóttir

Samsæriskenning framsóknarmanna

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins hefur kvartað undan því að fjölmiðlar veiti honum ekki nægilega athygli. Í dag ætlar Alþingisvaktin að reyna að bæta úr því og fjalla um Gunnar og flokkssystkini hans.

Það er eflaust ýmislegt sem er óuppgert varðandi búsaáhaldabyltinguna. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er groddalegt lögregluofbeldi sem tugir eða hundruðir mótmælenda ættu að geta borið vitni um. Aldrei var farið ofan í saumana á framferði lögreglunnar í desember 2008 og janúar 2009. Óskandi væri að þingmenn tækju sig til og krefðust slíkrar rannsóknar.

Þessa glæsilegu mynd tók Jóhannes Gunnar Skúlason.

Framsóknarmenn eru með hugann við annað. Nú, fjórum árum eftir búsáhaldabyltinguna, vaða þeir ennþá uppi með samsæriskenningar um að búsáhaldabyltingunni hafi verið miðstýrt. Gunnar Bragi gerir meira að segja því skóna að þingmenn hafi stofnað lífi lögreglumanna í hættu.

Þau Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa þrisvar sinnum lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að „framferði einstakra þingmanna í búsáhaldabyltingunni verði rannsakað og það kannað hvort þeir kunni að hafa bakað sér refsiábyrgð.“ Ef Gunnar Bragi, Vigdís og Sigurður Ingi telja í alvörunni ástæðu til að ætla að þingmenn hafi brotið lög, af hverju kæra þau þá ekki þingmennina? Hvaða grín eru þessar þingsályktunartillögur?

Samsæriskenning framsóknarmanna byggir á því að einhverjir þingmenn hafi sést horfa út um glugga á þinghúsinu og tala í síma á meðan mótmæli áttu sér stað fyrir utan. Þetta er auðvitað grátbroslegt. Kannski gott dæmi um þá rökhyggju Framsóknarflokksins sem Sigmundi Davíð er tíðrætt um þessa dagana.

Samsæriskenning framsóknarmanna afhjúpar þá. Þeir vita ekkert um búsáhaldabyltinguna. Þeir skilja ekki hvað samtakamáttur er. Allir þeir sem komu nálægt búsáhaldabyltingunni vita að henni var ekki stýrt. Hún var sjálfsprottin.

Þingmannaþríeykinu dettur ekki í hug að fólk geti risið upp að eigin frumkvæði og haft pólitísk áhrif. Þau eru föst ofan í flokkspólitískum sandkassa. Nema reyndar Vigdís. Hún stingur höfðinu í steininn.


Alþingisvaktin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að hér sé Gunnar Bragi Sveinsson að miðstýra arabíska vorinu.

Brandarinn er búinn, Vigdís

Þegar Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins tjáir sig talar hún eins og 12 ára barn. Fyrst var þetta fyndið en nú er þetta orðið eins og margsagður og leiðinlegur brandari.

Tökum smá upprifjun.

Hvað hafði Vigdís Hauksdóttir að segja um iðnaðarsaltsmálið, þegar Matvælastofnun stóð Ölgerðina að verki við að setja svokallað iðnaðarsalt í gosdrykki?


Það var og. Vigdís ber afar mikla virðingu fyrir hefðum og venjum, sérstaklega þeim er tengjast forseta lýðveldisins. Hvílíkt hneyksli að fjölmiðlar dirfist að fjalla um hefðirnar og kostnað þeirra:

og aftur:


Ferlegt mál. Kratasamsæri gegn forsetanum. Venjulega er talað um handhafa forsetavalds, ekki handhafa forseta (enginn er látinn halda á forsetanum) – en ekki er óalgengt að Vigdís fari frjálslega með tungumálið og finni upp ný orðasambönd.

 

Vigdís er pirripú á krötum og fjölmiðlum. En hvað finnst henni um háskólafólk sem tekur þátt í þjóðmálaumræðunni?


Þetta eru merkileg sjónarmið. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru fræðimenn sérstaklega hvattir til að taka aukinn þátt í umræðunni. Skilaboð Vigdísar til þeirra eru hins vegar þessi: Ef þið dirfist að hallmæla Framsóknarflokknum þá ætti að vísa ykkur úr starfi.

Hér er nýlegur status frá Vigdísi:


Í fyrsta lagi eru hér þrjár stafsetningarvillur. Róbert heitir Róbert Marshall, í orðinu dómkirkja er aðeins eitt r og Siðmennt er sérnafn með stórum staf. Þá ber að nefna að rangt er að tala um að guma sig af einhverju. Hins vegar er vel hægt að guma af einhverju. Ekkert afturbeygt fornafn kemur þarna á eftir.

Í öðru lagi er boðskapur þessa Facebook-statuss gjörsamlega fráleitur. Alþingisvaktin fagnar því innilega að þingmenn neiti að sitja undir ljótum kristilegum boðskap í boði ríkiskirkju sem um árabil hefur staðið í vegi fyrir mannréttindum á Íslandi. Og með fullri viðingu fyrir Siðmennt þá er hið besta mál að skella sér á kaffihús í stað þess að hlusta á hugvekju um heilbrigði þjóðar.

En nei. Vigdísi varð ekki um sel. Og hún útskýrði hvers vegna í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Alþingisvaktin ræður fólki frá því að hlusta á viðtalið í heild, sálarlífsins vegna. En af því sem hún sagði ber eftirfarandi hæst.

„Ég vona að þið hafið báðir fermst strákar. Er það ekki?“ Hún sagði þetta í alvörunni.

Þegar þáttastjórnendur minntust á kvenfyrirlitningu og hommahatur í Biblíunni svaraði Vigdís þeim eins og sönn teboðsdrottning: „Mér finnst þú frekar vera að lesa upp úr trúarriti múslima.“ Það er ekki að ástæðulausu sem gárungarnir hafa kallað Vigdísi Hauksdóttur Söruh Palin Íslands.

Kristindóminum til varnar benti Vigdís á að „við höldum jól á Íslandi.“ Alþingisvaktin hvetur Vigdísi til að lesa bókina Saga daganna eftir Árna Björnsson, þjóðfræðing.

Já, og svo sló botninn úr tunnunni: „Við verðum að standa vörð um grunngildi okkar, Þjóðkirkjuna, þjóðtunguna, náttúruauðlindirnar,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, konan sem er þjóðþekkt fyrir að misþyrma íslenskri tungu. Og vel á minnst tilheyrir hún flokki sem hefur sérstaklega lagt sig fram við að blóðmjólka íslenskar náttúruauðlindir.

Ástandið hlýtur að vera svart fyrir Vigdísi. En sem betur fer á hún nóg af ljósaperum. Og rasshausar Íslands, smáfuglarnir á amx.is, völdu hana þingkonu ársins 2009:

Fyrst var þetta gott grín. En nú er brandarinn löngu hættur að vera fyndinn.

Kæra Vigdís. Gerðu þjóð þinni greiða og finndu þér annan starfsvettvang.

Allir þeir sem vilja fylgjast með Alþingisvaktinni eru eindregið hvattir til að læka hana á Facebook (sjá hér til hægri). Þannig má stækka lesendahópinn.

Vigdísarhóf


Alþingisvaktin hvetur alla til að mæta til Vigdísarveislu. Heimildir okkar herma að þar verði malbiki kastað úr fjárhúsi.