Alþingisvaktin

Flokkur: Samfylkingin

Blóðfórn Steingríms

Þær eru ófáar fórnirnar sem Steingrímur J. Sigfússon hefur þurft að færa á altari ríkisstjórnarsamstarfsins við Samfylkinguna.

Ein ömurlegasta fórnin er friðarhugsjónin sem flokkurinn var að miklu leyti stofnaður í kringum. Steingrímur barðist ötullega gegn aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu árum saman.

Árið 2006 kom út bók eftir Steingrím, Við öll: Velferðarsamfélag á tímamótum. Á bls. 142 skrifar hann:

Vopnleysis- og friðararfleifð þjóðarinnar og sú staða sem eðlilegast er að Íslendingar taki sér í öryggismálum, samrýmist ekki aðild að hernaðarbandalagi. […] Vera okkar í NATO þvælist fyrir því að Ísland verði eitt af hinum herlausu löndum, vopnlaust og friðlýst

Svo gerðist það skyndilega þremur árum síðar að Steingrími bauðst ráðherrastóll. Og hvað hefur gerst eftir valdatöku Vinstri grænna og Samfylkingarinnar? Jú, hernaðarútgjöldin hafa aukist til muna. Í stjórnartíð hinna friðelskandi Vinstri grænna hefur Ísland borgað meira til Atlantshafsbandalagsins en nokkru sinni fyrr. Skýrist það mestmegnis af veiku gengi krónunnar.

Í frétt DV frá því í gær segir orðrétt:

Undanfarin ár hafa framlög Íslands til NATO tvöfaldast frá því sem var fyrir hrun. Mesta hækkunin átti sér stað árið 2010 en þá fóru framlögin úr 87,6 milljónum króna upp í 216,4 milljónir króna.

Samfylkingin hefur ekki ennþá náð að hrista af sér þann hægrikrataskap og Blair-isma sem gegnsýrt hefur flokkinn frá því að hann var stofnaður. Þannig finnst mörgum flokksmanna eðlilegt að milljónir skattfjár renni til hernaðarsambands sem er þekkt fyrir fátt annað en að slátra saklausu fólki og gera vont ástand í stríðshrjáðum löndum ennþá verra.

Vissulega fyrirfinnst Samfylkingarfólk sem er andsnúið NATO. En þessi hópur lætur friðarmálin mæta afgangi. Afstaða flokksforystunnar til þessara mála olli því að Ísland var gert að ábyrgðaraðila loftárásanna í Líbíu sem urðu um það bil 1100 almennum borgurum að bana. Að því leytinu til komust stjórnarherir Gaddafis ekki með tærnar þar sem NATO-ríkin höfðu hælana. Það er svo kaldhæðni örlaganna að samverkamaður Blair og Bush í Íraksstríðinu, Davíð Oddsson, skuli hafa fárast yfir því.

Oft er talað um blóðugan niðurskurð þegar dregið er úr útgjöldum til heilbrigðis- og velferðarmála. Að sama skapi mætti tala um blóðug ríkisútgjöld þegar peningar renna til hernaðarsambanda. Ætli Steingrímur hafi lesið þessa frétt? Og ef svo er, hvernig ætli honum hafi liðið?

Lúðalegasta kjördæmapot í heimi


Þingmenn Suðurkjördæmis hafa sterkar skoðanir á því hvernig á að reka fjölmiðla. Helst vilja þeir fá að sjá um mannaráðningar á RÚV. Í gær sendu þeir sameiginlegt bréf til Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og Óðins Jónssonar, fréttastjóra RÚV þar sem þeir lýstu óánægju sinni með uppsögn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar sem sinnt hefur starfi fréttaritara RÚV á Suðurlandi um árabil.

Alþingisvaktin veit ekki alveg hvort hún á að hlæja eða gráta. Þetta er ósköp saklaust svo sem, en ætli þetta sé ekki eitthvert aumasta og lúðalegasta kjördæmapot allra tíma? Eftirtaldir þingmenn eiga heiðurinn:


Kannski væri bara skemmtilegra að búa á Íslandi ef þingmenn Suðurkjördæmis fengju að stjórna rekstri Ríkisútvarpsins eins og hann leggur sig.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra sem var skilinn út undan þegar rætt var um viðskiptamál, gæti tekið við stöðu fréttastjóra. Þannig gæti hann skrifað sögu hrunsins upp á nýtt.


Árni Johnsen, sérfræðingur í meðferð almannafjár og sérlegur baráttumaður gegn ástaratlotum samkynhneigðra, gæti tekið við af Páli Magnússyni sem útvarpsstjóri. Á gamlárskvöld gæti hann sungið eins og honum einum er lagið og flutt hjartnæm ávörp um kynferðislegt ofbeldi vinstristjórnarinnar á sjávarútveginum.


Allir þeir sem vilja fylgjast með Alþingisvaktinni eru eindregið hvattir til að læka hana á Facebook (sjá hér til hægri). Þannig má stækka lesendahópinn til muna, enda hefur hvert einasta læk margföldunaráhrif.

Hernaðarsinnarnir í Samfylkingunni

Samfylkingarmenn eru afar umburðarlyndir gagnvart hernaði. Sumir eru jafnvel svo umburðarlyndir að þeim finnst bara dónalegt að kalla hernað hernað. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar setti fram nýstárlega söguskýringu á Beinni línu hjá DV um daginn:


Þökk sé dyggum stuðningi Samfylkingarinnar við aðild að Atlantshafsbandalaginu er Ísland einn af ábyrgðaraðilum loftárásanna í Líbíu sem urðu um það bil 1100 almennum borgurum að bana. Að því leytinu til komust stjórnarherir Gaddafis ekki með tærnar þar sem NATO-ríkin höfðu hælana. Það er svo kaldhæðni örlaganna að samverkamaður Blair og Bush í Íraksstríðinu, Davíð Oddsson, skyldi fárast yfir þessu.


Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gengur lengra en ýmsir flokksbræður hans og vill ekki aðeins styðja hernaðinn í orði heldur einnig á borði. Eftir að hafa kannað málefni hernaðarfyrirtækisins ECA Program „mjög vel“ ákvað hann að gera það sem í hans valdi stóð til að tryggja fyrirtækinu aðstöðu á Keflavíkurflugvelli.

Kristján er ekki sérstaklega góður könnuður. Kannski þyrfti hann að fá sér ný gleraugu. Kannski er smásjáin í samgönguráðuneytinu eitthvað biluð. Því nú hefur komið í ljós að ECA Program er ekki bara subbulegt stríðsgróðakompaní heldur pjúra ponzi-svindl.

Samfylkingarpartý í Malaví


Börnin í Malaví fagna víst ákaft um þessar mundir, enda myndu þau flest kjósa Samfylkinguna ef þau hefðu kosningarétt á Íslandi. Þess vegna var viðeigandi af Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands að ráða innmúraðan Samfylkingarhauk sem verkefnastjóra Þróunarsamvinnustofnunar þar í landi. Skítt með menntun og reynslu á sviði þróunarmála. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eigi Íslandsmetið í pólitískum ráðningum þá hafa þeir engan einkarétt á þeim. Þær virðast líka hafa komist í tísku meðal vinstrimanna.