Alþingisvaktin

Flokkur: Almennt

10 heimskulegustu ummæli ársins 2012

Stundum pissa þingmenn þjóðarinnar í skóinn sinn og segja einhverja bölvaða dellu. Þá er það þjóðþrifaverk að halda ummælunum til haga.

10.

Screen shot 2013-01-02 at 12.03.54 AM

„Er farin að hallast að því að „ráðendur“ noti iðnaðarsaltið til að tala niður íslenska framleiðslu og landbúnaðarafurðir – sé að krataáróðurinn stefnir í þá átt !!!“

sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í ársbyrjun þegar umræðan um iðnaðarsaltið stóð sem hæst. Íslensk framleiðsla, íslenskar landbúnaðarafurðir og síðast en ekki síst íslenski kúrinn eiga sér öfluga málsvara á Alþingi.

9.

„Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum. Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í. Við getum ekki lengur farið á Þingvöll og notið þess að standa á hakinu og horfa á Þingvelli. Við getum ekki lengur farið á Gullfoss og Geysi og notið þess að fara þangað því það eru þúsundir útlendinga þar sem að trufla mann í sínu eigin landi“

sagði hinn þjakaði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það er vandlifað í þessu landi.

8.

„Ég styð aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – sem vel að merkja fer ekki með hernaði á hendur nokkru ríki og getur því ekki talist hernaðarbandalag. Öll lýðræðisriki hafa rétt til sjálfsvarnar“

sagði Árni Páll Árnason, vonarstjarna Samfylkingarinnar, á beinni línu hjá DV. Þannig sendi hann hugheila kveðju til þeirra 1100 óbreyttra borgara sem NATO-herirnir slátruðu í Líbíu í fyrra. Öll lýðræðisríki hafa nefnilega rétt til sjálfsvarnar.

7.

„Það er misskilningur þetta með álverin almennt að þau séu svo gríðarlega umhverfisspillandi starfsemi. Ál er grænn málmur. […] Ísland hefur ekki efni á afturhaldssamri orkunýtingarstefnu“

sagði Bjarni Benediktsson í viðtali hjá Harmageddon. Af samhenginu að dæma meinti hann að Ísland hefði ekki efni á því að halda aftur af virkjanaframkvæmdum í þágu umhverfisverndar. Ef Ísland, eitt ríkasta land í heimi, hefur ekki efni á því að sporna gegn loftslagsbreytingunum sem eru að rústa vistkerfi jarðarinnar, hvaða þjóð má þá við því? Alþingisvaktin hrakti málflutning Bjarna Benediktssonar í pistlinum Bjarni Ben vs. umhverfið.

6.

„Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera – þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu“

sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins. Séu hagtölur og aðrar vísbendingar um stöðu þjóðarbúsins skoðaðar er ekkert sem bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér. DV tók saman ósannindi Sigmundar Davíðs en í sömu ræðu og hann lét þessi orð falla sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri „viti rökhyggju og skynsemi.“

5.

Screen shot 2013-01-02 at 12.11.15 AM

„Nú er það svo að framning á slíku voðaverki er okkur flestum sem betur fer óskiljanleg, þ.e. verknaðurinn sjálfur og það sem þarf til þess að fremja hann. Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt“

skrifaði Þór Saari á bloggsíðu sína í kjölfar hnífsstunguárásarinnar á starfsmann lögmannastofu í Lágmúla. Hann uppskar reiði Sveins Andra Sveinssonar og smáfuglanna á AMX – sem fannst raunar verst að hann skyldi „fela sig á bak við konu“.

4.

„Hvernig ætla menn að botna þessa vísu? Menn eru eitthvað spenntir fyrir því að afnema Þjóðkirkjuna og aðskilja ríki og kirkju, en hvar á að botna þessa vísu? Hvað með krossinn í fánanum? Hvað með frídagana? Ætliði að halda upp á jólin? [innskot Alþingisvaktarinnar: Þegar hér var komið sögu bentu þáttastjórnendur á að jólin eru heiðinn siður og voru haldin hér á landi löngu áður en að Íslendingar tóku kristni] Áður en að kristnin kom? Hvar ætliði að botna þessa umræðu?“

Þessi orð lét Bjarni Benediktsson falla í hinu kostulega viðtali við Frosta og Mána í Harmageddon. Orðin urðu tilefni pistils á Alþingisvaktinni sem fékk heitið Bjarni Ben gerir sig að fífli.

3.

ImageHandler

„Ég vona að þið hafið báðir fermst strákar, er það ekki?“

Vigdís Hauksdóttir á heiðurinn af þessum gullkornum sem einnig féllu í Harmageddon. Þegar þáttastjórnendur minntust á kvenfyrirlitningu og hommahatur í Biblíunni svaraði Vigdís þeim eins og sönn teboðsdrottning: „Mér finnst þú frekar vera að lesa upp úr trúarriti múslima.“ Alþingisvaktin tók Vigdísi rækilega fyrir í pistlinum Brandarinn er búinn, Vigdís.

2.

558870_10151373550018804_912504386_n

„Það er að sjálfsögðu skýlaus krafa að til þess að Ísrael gæti öryggis borgara sinna verði líka gætt meðalhófs“

sagði Bjarni Benediktsson í sérstökum umræðum um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs á meðan sprengjum rigndi yfir Gaza-svæðið. Þá hafði innanríkisráðherra Ísraels lýst því yfir að tilgangur árásanna væri sá að sprengja Gaza-svæðið aftur til miðalda. Netverjar voru fljótir að taka við sér og skömmu eftir að Bjarni hélt ræðu sína var myndin hér að ofan komin í dreifingu á Facebook. Alþingisvaktin velti þá fyrir sér hvort Bjarni Benediktsson vildi ef til vill frekar sprengja Gaza-svæðið aftur til endurreisnarinnar heldur en miðalda.

1. 

Screen shot 2013-01-02 at 12.01.53 AM

„Finnst engum athugavert að safna börnum og unglingum kerfisbundið saman á afskekktri eyju í þeim tilgangi að innræta þeim tiltekna flokkspólitíska stjórnmálaskoðun???“

skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína sama dag og Anders Behring Breivik var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorðin í Noregi. Illugi Jökulsson hitti naglann á höfuðið á bloggsíðu sinni: „Að nefna þetta í gær var eins og ef dauðadrukkinn ökufantur hefði keyrt niður barnið mitt á götuhorni og svo hefði Tryggvi Þór mætt í sjálfa erfidrykkjuna og klöngrast þar upp á stól síðla kvölds og heimtað að fá að halda ræðu: „Bölvuð fyllibyttan. En finnst engum athugavert að krakkanum skuli hafa verið hleypt út í stórhættulega umferðina?““ Í ofanálag var rifjað upp að sjálfur hafði Tryggvi sett stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins fyrir ungt fólk fyrr á árinu.

Uppfært 2. janúar, 04:37: Alþingisvaktinni barst ábending þess efnis að einhver ósmekklegustu ummæli þingmanns árið 2012 hefðu gleymst. Þessi frétt birtist í DV í júní:

Screen shot 2013-01-02 at 2.17.14 AM

Allir þeir sem vilja fylgjast með Alþingisvaktinni eru eindregið hvattir til að læka hana á Facebook (sjá neðst á síðunni). Þannig má stækka lesendahópinn.

ÁRSUPPGJÖR

Hráefni ársins: Iðnaðarsalt

Norðmaður ársins: Hannes Bjarnason

Dólgslæti ársins: Sneypuför framsóknarmanna á Íslenska barinn

Yfirmaður ársins: Stefán Einar Stefánsson, formaður VR

Læknir ársins: Jens Kjartansson

Elliheimili ársins: Eir

Sakamaður ársins: Geir H. Haarde

Vinir ársins: Björn Valur Gíslason og hundurinn hans

46242_396096230469713_940624679_n


202182_4218867322056_1579138963_o

Sprengjumaður ársins: Valentínus Vagnsson

Lýðskrumari ársins: Ólafur Ragnar Grímsson

Sundrung ársins: Stjórnmálaflokkurinn Samstaða

Síonisti ársins: Bjarni Benediktsson

Fjárfestingartilraun ársins: Tilraun framsóknarmanna til að eignast Fréttatímann

Ferðalag ársins: För Bjarna Benediktssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur á landsþing Repúblikana í Tampa

Viðtal ársins: Viðtalið við Bjarna sem aldrei var tekið

Stefnuyfirlýsing ársins: Ályktun Bjartrar framtíðar

Jólagjöf ársins: Kynlíf með Þórhalli Heimissyni presti

Samsæriskenning ársins: Þráhyggja framsóknarmanna sem trúa því að þingmenn hafi handstýrt búsáhaldabyltingunni

Kratasamsæri ársins: Umræðan um iðnaðarsaltið

Fair and balanced ársins: Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu

Fasisti ársins: Björn Bjarnason

Þingmál ársins: Kuklniðurgreiðslutillaga Ólínu og Álfheiðar

374468_456595367738192_182091141_n

Vandræðalegt ársins: Björt Ólafsdóttir, vonarstjarna Bjartrar framtíðar, í viðtali á Útvarpi Sögu

Dauðyfli ársins:  Brynjar Níelsson

Helför ársins: Aðför ríkisstjórnarinnar að sjávarútveginum

Fyrirgefning ársins: Þegar ritstjóri DV ákvað að fyrirgefa útrásarvíkingunum

Dómgreindarbrestur ársins: Þegar Guðbjartur Hannesson lofaði Birni Zoega launahækkun

Pólitísk ráðning ársins: Þegar Össur Skarphéðinsson réði Guðmund Rúnar Árnason til Malaví

Hummer ársins: Hummerinn hans Jóns Ásgeirs

Leiðari ársins: Íslenska teboðið

Setning ársins: George W. Bush er ekki ritstjóri Washington Post

Mainstream miðjumaður ársins: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hreppaflutningar ársins: Þegar Sigmundur Davíð bauð sig fram í Norðausturkjördæmi

Make over ársins: Árni Páll Árnason

Sneypuför ársins: Framboð Björns Vals í Reykjavík

Rauðvínsunnandi ársins: Höskuldur Þórhallsson

Rasshausar ársins: Smáfuglarnir á amx.is

Stjörnupar ársins: Einar Steingrímsson og Eva Hauksdóttir

Versti bloggari ársins: Röggi á Eyjunni

Pulsupartý ársins: Málsverðurinn eftir eftir aðalmeðferð um frávísunarkröfu í Al Thani málinu

Kommentari ársins: Ragnar Halldórsson

Formaður ársins: Gísli Freyr Valdórsson, formaður rekstrarráðs Fíladelfíusöfnuðarins

Feðraveldi ársins: Guðbergur Bergsson

Fyrirmynd ársins: Gillz

Samtök ársins: Samtök fasteignaeigenda og kaupmanna við Laugarveg

Skattgreiðandi ársins: Skafti Harðarson

Brúða ársins: Bjarni Benediktsson

Brúðuleikari ársins: Bláa höndin

Stöðuorka ársins: Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hófsemdarmaður ársins: Jakob Bjarnar Grétarsson

Námskeið ársins: Smásagnanámskeið Ágústs Borgþórs Grétarssonar

Stjórnmálaferill ársins: Siggi stormur í Samstöðu

Útgerðarmaður ársins: Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað

Börn ársins: Börnin hans Gunnþórs Ingvasonar

Kór ársins: Kór heimavarnarliðsins og tunnanna

 

Viðskiptamenn ársins: Lárus Welding, Guðmundur Hjaltason, Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson

Sæluástand ársins: Þegar Össur Skarphéðinsson borðaði hrossabjúgu

Dýr ársins: Blindrahundurinn hans Helga Hjörvars

Fjöldahreyfing ársins: LÍÚ

Hetja ársins: Hildur Lilliendahl

Glæsimenni ársins: Glæsimenni Guðbergs

Lattelepjari ársins: Egill Helgason

Smelludólgsháttur ársins: Andsetna barnið í Mogganum

Doktor ársins: Kristinn Ólason

Mannréttindaverðlaun ársins: Þegar Samtökin 78 heiðruðu Morgunblaðið

Rasistasnepill ársins: Morgunblaðið 

Leyniskjöl ársins: Leyniskjölin úr kynjafræðinni

Best klæddi fjölmiðlamaður ársins: Þorbjörn Þórðarson

Latínulegend ársins: Þorbjörn Þórðarson þegar hann fjallaði um landsdómsmálið

Verkalýðshetja ársins: Guðmundur Kristjánsson í Brimi

Lopapeysa ársins: Vestfirska lopapeysan hennar Katrínar Jakobsdóttur

Gjörningur ársins: Furðuleg ádeila Björns Vals og Lúðvíks Geirssonar á málþóf stjórnarandstöðunnar

Heilög vandlæting ársins: Viðbrögð Illuga Gunnarssonar við gjörninginum

Kögunarbarn ársins: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Úrsögn ársins: Þegar Gylfi Arnbjörnsson sagði sig úr Samfylkingunni

Einelti ársins: Þegar RÚV tók ekki viðtal við Gunnar Braga og honum sárnaði

Mannréttindasamtök ársins: Málsvörn, samtök til stuðnings Geir H. Haarde

Starfskraftur ársins: Baldur Guðlaugsson, starfsmaður hjá lögmannastofunni Lex

Fjárlagatillögur ársins: Tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna

Feis ársins: Ádeila menntskælinga á tillögur SUS

 

Eldræða ársins: Viðbrögð Geirs H. Haarde við niðurstöðu landsdóms

Meðalhóf ársins: Bjarni Ben

Lítilmenni ársins: Þór Saari

Árás ársins: Árásin á tölvukerfi Þjóðráðs

Rannsóknarsetur ársins: Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt

Þáttastjórnandi ársins: Geir H. Haarde

Fyrirlestur ársins: Geir Jón í Valhöll

Prestur ársins: Kristján Valur Ingólfsson

Fyrirlesari ársins: Rasmussen nokkur sem hélt fyrirlestur um Ayn Rand

Lögreglumaður ársins: Jón Lárusson

Flokkaflakkari ársins: Róbert Marshall

Sjóræningi ársins: Birgitta Jónsdóttir

Móðursýki ársins: Viðbrögð Kauphallarinnar við ummælum Sigríðar Ingibjargar um stöðu Íbúðalánasjóðs

Öfgamenn ársins: Öfgamenn Bjarna í umhverfismálum

Kosningastjóri ársins: Ólafía B. Rafnsdóttir, kosningastjóri Ólafs Ragnars og Árna Páls

Ímyndarklúðrari ársins: Friðjón R. Friðjónsson, kosningastjóri Þóru Arnórsdóttur

Kaffispjall ársins: Kaffispjallið með Árna Páli

 

Glott ársins: Smeðjuglottið í þessu myndbandi

Tölvupóstur ársins: Tölvupósturinn frá aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs

Fjáröflun ársins: Pennasala Samstöðu

Fáfræði ársins: Þegar Árni Páll fullyrti á Beinni línu hjá DV að NATO hefði aldrei ráðist inn í land

Auglýsing ársins: Hatursáróður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar

Stjórnmálafræðingur ársins: Gunnar Helgi Kristinsson

Þöggun ársins: Þöggunin um aðförina að Baldri Guðlaugssyni

Endurmenntun ársins: 365 til London

Hæfust ársins: Edda Sif Pálsdóttir

Forsíða ársins: Bjarni Benediktsson framan á Nýju lífi

241771_534210563260726_661212840_o

Vitni ársins: Bjarni Benediktsson

Gullæði ársins: Olíuleitin á Drekasvæðinu

Nafn á stjórnmálaflokki ársins: Björt framtíð

Gegnheill sómamaður ársins: Baldur Guðlaugsson

Skelfilegasta framtíðarsýn ársins: Lýsingin í síðustu efnisgrein þessa pistils

Deila ársins: Guðni Ágústsson vs. Davíð Þór Jónsson

Troll ársins: Vigdís Hauksdóttir

Fúsk ársins: Stjórnarskrárbreytingarnar

Söngvari ársins: Árni Páll Árnason

15322_369946397229_408645_n

Skoðanakönnun ársins: Kosningin um stjórnarskrárbreytingarnar

Túlkunarmeistarar ársins: Birgir Ármannsson og Illugi Gunnarsson

Sarah Palin ársins: Vigdís Hauksdóttir

Krossfari ársins: Eva Hauksdóttir sem háði heilagt stríð gegn kennivaldi kvenhyggjunnar

Fórnarlömb ársins: Fjölskyldan sem slengt var framan á áróðursplakat LÍÚ án þess að veita leyfi fyrir því

Fyrirvinna ársins: Sjómenn þessa lands

Öryggisventill ársins: Ólafur Ragnar Grímsson

Pistill ársins: Ósjálfbjarga og elska það eftir Tinnu Rós Steinsdóttur

Slagorð ársins: Ísland í vonanna birtu, slagorð Framsóknarflokksins

Ósannindi ársins: Ósannindi Sigmundar Davíðs

550105_448955151835547_688932674_n

Viti ársins: Framsóknarflokkurinn

Keflavíkurskinka ársins: Ragnheiður Elín Árnadóttir

Rasshausasegull ársins: Hildur Lilliendahl

Fjölmiðill ársins: Frelsisvaktin, svar frjálshyggjumanna við Alþingisvaktinni

Sókn ársins: Sóknin gegn sósíalisma

Sósíalisti ársins: Barack Obama

Gæluverkefni ársins: Þróunaraðstoð

Stétt ársins: Græðarar

Bakari ársins: Sigmundur Davíð

Óeirðir ársins: Lindex, Smáralind

Skrautdúkka ársins: Þóra Arnórsdóttir

Loftslagsvísindamaður ársins: Bjarni Benediktsson

Vinnuveitandi ársins: Ástþór Magnússon Wium

Stönt ársins: Þegar Ögmundur Jónasson greindi frá því í Morgunblaðinu að hann ætlaði að styðja tillögu Bjarna Ben um að draga ákæruna á hendur Geir H. Haarde til baka

Arðræningi ársins: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja

Umhverfisverndarsinni ársins: Guðmundur Franklín Jónsson

Alþingisvaktin þakkar samfylgdina
og óskar lesendum gleðilegs nýárs.

Takk!

Þingmönnum er úthúðað á hverjum einasta degi. Í kommentakerfum vefmiðlanna, í fjölskylduboðum, á Útvarpi Sögu og þótt víðar væri leitað. Orðræðan einkennist af skammaryrðum: Samspillingin, SjálfstæðisFLokkurinn, Fjórflokkurinn.

Það er sami rassinn undir þeim öllum, burt með pakkið!“ kalla hinir sjálfskipuðu siðgæðispostular sem telja jafnvel að þeir séu með einhverjum hætti hafnir yfir stjórnmálaumræðuna. „Þetta er sandkassaleikur sem kemur mér ekki við,“ segja þeir og þannig firra þeir sig þeirri ábyrgð sem fulltrúalýðræðið leggur á hvern einasta samfélagsþegn.

Alþingisvaktinni er meinilla við lýðskrum og lygar. Henni finnst ömurlegt þegar stjórnmálamenn brjóta lög, segja tóma tjöru eða ganga erinda sérhagsmunahópa. Samt sem áður mun Alþingisvaktin aldrei taka undir þá orðræðu sem lýst var hér að ofan.

Á Alþingi starfa 63 þingmenn og enginn þeirra er eins. Sumir þeirra eru með hernaðarblæti. Aðrir hafa þegið himinháa styrki frá útrásarvíkingum. Enn aðrir eiga ömurlega viðskiptafortíð að baki og víla ekki fyrir sér að skrifa undir fölsuð plögg.

En flestir þingmannanna eru eflaust að gera sitt allra besta. Þeir liggja yfir þingskjölum, standa í stöðugum málamiðlunum og sitja á löngum og eflaust drepleiðinlegum nefndafundum. Og þegar heim er komið blasa við formælingar og fúkyrði í netheimum og á síðum dagblaðanna.

Alþingisvaktin mun ekki sýna svörtum sauðum á þinginu neina miskunn. Hér verður fjallað vafningalaust og harkalega um viðskiptafortíð, hræsni, sérhagsmunapot og bjánaskap. Enda er gagnrýni og aðhald forsenda þess að lýðræðið sé lýðnum til hagsbóta.

Gleymum því samt ekki að þingmenn eru líka menn. Verum þakklát þeim sem nenna að standa í þessu stappi af góðum hug.

Þingmenn fá sjaldan hvatningu og hrós. En í dag vill Alþingisvaktin beina til (flestra) þeirra þessum orðum:

Takk fyrir og gangi ykkur vel!

Sirkús í skrípalandi

Þingsetning fór fram í gær.

Ballið byrjaði í Dómkirkjunni. Þar hlýddu þingmennirnir á þennan brosmilda mann sem trúir á ósýnilegar verur.  Hann sagði þeim að kirkjan væri súrdeig. Gott veganesti fyrir þingstörfin. Súrdeig.

Sumir hlustuðu á hugvekju hjá Siðmennt sem var einhvers konar veraldleg hliðstæða þess sem átti sér stað í kirkjunni. Aðrir buðu syndinni í kaffi, Vigdísi Hauksdóttur til mikillar skapraunar.

Eftir messu fór þingsetningin formlega fram. Ólafur Ragnar Grímsson, eilífðarforseti, átakafíkill, slyngasti áróðursmeistari Íslands og einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heims ávarpaði þingmenn. Hann bauðst til að hjálpa þeim við að endurreisa traust þjóðarinnar á Alþingi. Hann var víst ekki að grínast.

Ólafur Ragnar gæti svo sem sómað sér vel sem upplýsingafulltrúi þingsins. Hann kann að minnsta kosti að ljúga að almenningi. Það skilaði sér þann 31. júní.

Nokkrir mótmælendur stilltu sér upp fyrir utan þinghúsið áður en þingsetningin hófst. Í fyrra var það sama uppi á teningnum og þingmenn fengu vænan skammt af málningu (og guð má vita hvaða vökvum) yfir sig. Einhver fábjáninn kastaði eggi í Árna Þór Sigurðsson, blásaklausan friðarsinna. Nú tókst lögreglunni að koma í veg fyrir svoleiðis lagað með víggirðingu. Og fyrir vikið sökuðu mótmælendur lögreglu um aðför að lýðræðinu.

Hinar ástsælu Tunnur boða til mótmæla í kvöld. Vonandi líka kórinn. Þá verður sirkúsinn fullkomnaður.

 

Það er gaman að búa í skrípalandi. Alltaf eitthvað skemmtilegt að ske.

%d bloggurum líkar þetta: