Stríðsyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins gegn lágtekjufólki

by Althingisvaktin

Af landsfundarræðu Bjarna Benediktssonar að dæma vilja sjálfstæðismenn fella niður skuldir en jafnframt fletja skattkerfið. Þannig á að hlífa hinum tekjuhærri og velta skattbyrðinni yfir á þá sem minna mega sín.

Augljóslega hefur þetta í för með sér tekjutap fyrir ríkissjóð. Til að mæta því vilja sjálfstæðismenn skera hressilega niður í velferðarkerfinu.

Vissir hagsmunahópar munu eflaust hagnast á því að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda. En stefna flokksins gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir þá efnaminni.

Sjálfstæðisflokkurinn er ómannúðleg stjórnmálafylking. Að kjósa flokkinn jafngildir því að segja okkar minnstu bræðrum að éta skít.

Lesendur eru eindregið hvattir til að læka
Alþingisvaktina á Facebook og fylgjast með.