Rotþró Samfylkingarinnar

by Althingisvaktin

Björt framtíð er rotþró fyrir mislukkaða framapotara sem komast ekki til áhrifa innan Samfylkingarinnar.

Flokkurinn var stofnaður í kringum flokkaflakkara sem gengur með ráðherrastól í maganum.

Stefnumál flokksins eru nákvæmlega þau sömu og stefnumál Samfylkingarinnar, nema aðeins innihaldsrýrri og skrumkenndari.

Forsprakkar flokksins handvelja fólk á framboðslista og leitun er að stjórnmálaflokki sem heitir jafn asnalegu nafni.

Nú hefur honum borist Marshall-aðstoð. Til hamingju, Björt framtíð.