Sjálfstæðisflokkurinn er karlaklúbbur – 10 staðreyndir

by Althingisvaktin

1.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið til í meira en 80 ár. Aldrei nokkurn tímann hefur kona gegnt formannsstöðu í flokknum.

2.  Í fyrra bauð klár og skelegg kona sig fram til formanns á móti málhöltum karli með  vægast sagt ömurlega viðskiptafortíð og Vafning um hálsinn. Karlinn var endurkjörinn.

3.  Í síðustu tveimur kosningum leiddu fimm karlar framboðslista Sjálfstæðisflokksins á móti einni konu. Árið 2003 leiddu karlar alla framboðslista flokksins.

4.  Að undanförnu hefur konum fækkað í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Þegar fjölmiðlar fjölluðu um það froðufelldi hinn herðabreiði formaður á Facebook og sakaði þá um „áróðurskenndan uppspuna“ gegn Sjálfstæðisflokknum.

5.  Þegar karl þiggur og hefur milligöngu um milljónastyrki frá útrásarfyrirtækjum situr hann áfram á þingi. En þegar eiginmaður sjálfstæðiskonu á Alþingi þiggur himinhá kúlulán er konan tekin á teppið og hröklast af þingi. Bjarni Benediktsson réttlætti hegðun Guðlaugs Þórs en fór hörðum orðum um kúlulánamál Þorgerðar Katrínar.

6.  Það dugði ekkert nema einkaþotu til þegar kona bauð sig fram til formanns SUS árið 2009.

7.  SUS veitir sjálfstæðismönnum afar karllægt uppeldi. Á málefnaþingi SUS í ár töluðu 6 karlar en 1 kona. Með formennsku í málefnanefndum SUS fóru 7 pulsulegir drengir og engin stúlka.

8.  Sjálfstæðisflokkurinn er andsnúinn kynjakvótum.

9.  Sjálfstæðisflokkurinn bendlar sig blygðunarlaust við flokk sem á í harðvítugu stríði gegn konum og valfrelsi þeirra.

10. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sat síðast í ríkisstjórn voru 5 ráðherrar flokksins karlar og 1 ráðherra kvenkyns.

Allir þeir sem vilja fylgjast með Alþingisvaktinni eru eindregið hvattir til að læka hana á Facebook (sjá hér til hægri). Þannig má stækka lesendahópinn.