Hvatvísi karlmaðurinn
by Althingisvaktin
Þingmaðurinn og pólítíska kamelljónið Þráinn Bertelsson (Framsókn, Borgarahreyfingin, Hreyfingin, VG) talar ítrekað niður til íslensku þjóðarinnar, vinnuveitanda síns.
Maðurinn sem ekki getur lifað á Alþingiskaupinu (sem við borgum honum) og þiggur því einnig heiðurslaun sama þings (sem við borgum honum) er ekki lengi að grípa til ad hominem raka þegar hann er gagnrýndur eins og fasistafanturinn, beljan og dóninn Þorgerður Katrín fékk að kynnast. Hvort sem það eru nafnlausir mótmælendur (aumingar), trúleysingjar (þjóðrembur og fasistar), konur eða 5% þjóðarinnar (fábjánar) sem andmæla honum getur Þráinn ekki stillt sig um að fella sleggjudóma um gáfnafar og hátterni fólks á opinberum vettvangi.
Alþingisvaktin spyr sig í hversu mörgum fyrirtækjum það fengi að líðast að einn starfsmannanna úthúðaði öllum viðskiptavinum þess með reglulegu millibili.