Lúðalegasta kjördæmapot í heimi

by Althingisvaktin


Þingmenn Suðurkjördæmis hafa sterkar skoðanir á því hvernig á að reka fjölmiðla. Helst vilja þeir fá að sjá um mannaráðningar á RÚV. Í gær sendu þeir sameiginlegt bréf til Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og Óðins Jónssonar, fréttastjóra RÚV þar sem þeir lýstu óánægju sinni með uppsögn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar sem sinnt hefur starfi fréttaritara RÚV á Suðurlandi um árabil.

Alþingisvaktin veit ekki alveg hvort hún á að hlæja eða gráta. Þetta er ósköp saklaust svo sem, en ætli þetta sé ekki eitthvert aumasta og lúðalegasta kjördæmapot allra tíma? Eftirtaldir þingmenn eiga heiðurinn:


Kannski væri bara skemmtilegra að búa á Íslandi ef þingmenn Suðurkjördæmis fengju að stjórna rekstri Ríkisútvarpsins eins og hann leggur sig.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra sem var skilinn út undan þegar rætt var um viðskiptamál, gæti tekið við stöðu fréttastjóra. Þannig gæti hann skrifað sögu hrunsins upp á nýtt.


Árni Johnsen, sérfræðingur í meðferð almannafjár og sérlegur baráttumaður gegn ástaratlotum samkynhneigðra, gæti tekið við af Páli Magnússyni sem útvarpsstjóri. Á gamlárskvöld gæti hann sungið eins og honum einum er lagið og flutt hjartnæm ávörp um kynferðislegt ofbeldi vinstristjórnarinnar á sjávarútveginum.


Allir þeir sem vilja fylgjast með Alþingisvaktinni eru eindregið hvattir til að læka hana á Facebook (sjá hér til hægri). Þannig má stækka lesendahópinn til muna, enda hefur hvert einasta læk margföldunaráhrif.