Hernaðarsinnarnir í Samfylkingunni

by Althingisvaktin

Samfylkingarmenn eru afar umburðarlyndir gagnvart hernaði. Sumir eru jafnvel svo umburðarlyndir að þeim finnst bara dónalegt að kalla hernað hernað. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar setti fram nýstárlega söguskýringu á Beinni línu hjá DV um daginn:


Þökk sé dyggum stuðningi Samfylkingarinnar við aðild að Atlantshafsbandalaginu er Ísland einn af ábyrgðaraðilum loftárásanna í Líbíu sem urðu um það bil 1100 almennum borgurum að bana. Að því leytinu til komust stjórnarherir Gaddafis ekki með tærnar þar sem NATO-ríkin höfðu hælana. Það er svo kaldhæðni örlaganna að samverkamaður Blair og Bush í Íraksstríðinu, Davíð Oddsson, skyldi fárast yfir þessu.


Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gengur lengra en ýmsir flokksbræður hans og vill ekki aðeins styðja hernaðinn í orði heldur einnig á borði. Eftir að hafa kannað málefni hernaðarfyrirtækisins ECA Program „mjög vel“ ákvað hann að gera það sem í hans valdi stóð til að tryggja fyrirtækinu aðstöðu á Keflavíkurflugvelli.

Kristján er ekki sérstaklega góður könnuður. Kannski þyrfti hann að fá sér ný gleraugu. Kannski er smásjáin í samgönguráðuneytinu eitthvað biluð. Því nú hefur komið í ljós að ECA Program er ekki bara subbulegt stríðsgróðakompaní heldur pjúra ponzi-svindl.