Tvísaga Tryggvi
by Althingisvaktin
Í ljósi þess að Tryggvi Þór Herbertsson hefur verið sæmdur titlinum hræsnari vikunnar er vert að rifja upp fleiri dæmi um hræsni þingmannsins.
Þann 8. október 2008 kom Tryggvi fram í viðtali á BBC sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra þar sem hann fullyrti að íslenska ríkið myndi ábyrgjast innistæður erlendra kröfuhafa í íslensku bönkunum
Spyrill: Já, en svo ég endurtaki spurninguna, ef einn [bankanna] lenti í vandræðum þrátt fyrir það sem þú sagðir, hefðuð þið efni á að bjarga honum?
Tryggvi Þór: Alveg örugglega, við myndum koma bankanum til bjargar, alveg örugglega.Spyrill: Fullt af fólki í Bretlandi eru með sparnað í þessum tveimur bönkum, Landsbankanum og Kaupþingi. Er peningurinn þeirra öruggur?
Tryggvi Þór: Já, samkvæmt minni vitneskju er Ísland hluti af Evróputilskipun um innistæðutryggingar, þannig að já, svo ætti að vera.
Rúmlega ári síðar virtist hann alveg búinn að skipta um skoðun í ræðu sem hann hélt á Alþingi og sagði meðal annars:
Evrópusambandið [setti] tilskipun um hvernig innlánstryggingum ætti að vera háttað á svæðinu. Hún gengur í stuttu máli út á það að öll aðildarlöndin, hvert og eitt, eiga að vera með innlánstryggingarsjóð og það er kveðið á um hvernig útlitið á þeim sjóði eigi að vera en það er ekki kveðið á um að það sé ríkisábyrgð á sjóðnum. Það hefur verið seinni tíma túlkun hjá Evrópusambandinu að þar sé um einhvers konar ríkisábyrgð að ræða og Íslendingar hafa ávallt hafnað því en þrátt fyrir það gengist undir það að ganga frá þessu máli þannig að Íslendingar taki ábyrgð á innlánstryggingarsjóðnum á sig.
Af nógu er að taka þegar Tryggvi Þór Herbertsson á í hlut og mun hann eflaust koma oft og mörgum sinnum við sögu á Alþingisvaktinni.