Katrín kveður niður verðbólgudrauginn
by Althingisvaktin
Forsvarsmenn framhaldsskólanna hafa tekið eftir eins konar verðbólgu í einkunnum grunnskólanema eftir að samræmdu prófin voru afnumin. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra virðist ætla að bregðast við vandanum með því að skipta 1-10 skalanum út fyrir bókstafi.
Katrín veit líklegast að hægt er að halda verðbólgu í skefjum með því að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Hins vegar er óvíst að hægt sé að beita sömu hagstjórnaraðferðum á einkunnir grunnskólanema.
Vera má að Katrín Jakobsdóttir sé undir áhrifum frá Lilju Mósesdóttur, sem stungið hefur upp á því að breyta nafninu á íslensku krónunni til að koma á stöðugleika.