Alþingisvaktin

Samfylkingarpartý í Malaví


Börnin í Malaví fagna víst ákaft um þessar mundir, enda myndu þau flest kjósa Samfylkinguna ef þau hefðu kosningarétt á Íslandi. Þess vegna var viðeigandi af Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands að ráða innmúraðan Samfylkingarhauk sem verkefnastjóra Þróunarsamvinnustofnunar þar í landi. Skítt með menntun og reynslu á sviði þróunarmála. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eigi Íslandsmetið í pólitískum ráðningum þá hafa þeir engan einkarétt á þeim. Þær virðast líka hafa komist í tísku meðal vinstrimanna.

Vigdísarhóf


Alþingisvaktin hvetur alla til að mæta til Vigdísarveislu. Heimildir okkar herma að þar verði malbiki kastað úr fjárhúsi.